M ENTORAR
Mentorar er starfandi hópur fagaðila með víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu úr íslensku atvinnulífi.
Að hafa Mentor er hagkvæm leið fyrir fyrirtæki og stjórnendur til að sækja dýrmæta þekkingu og reynslu.
Finndu Mentor sem hentar þér og þínu fyrirtæki.

Elín Hlíf Helgadóttir
Mentor
Mannauðs- og markaðsmál
​
Elín Hlíf Helgadóttir er eigandi og framkvæmdastjóri 20/20 Ráðgjafar sem sérhæfir sig í stjórnendaráðgjöf m.a. breytingastjórnun, mannauðsstjórnun og stjórnendamarkþjálfun. Elín er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og býr yfir 20 ára stjórnendareynslu úr ferðaþjónustu, smásölu, ráðgjöf og kennslu. Elín hefur starfað sem mannauðsstjóri, markaðsstjóri, gæðastjóri, kennari og ráðgjafi. Elín er útskrifaður Executive Coach, ACC vottaður stjórnendaþjálfi frá International Coaching Federation, hefur sótt sérsniðið nám í Ábyrgð og árangri stjórnarmanna og hefur NBI réttindi til að meta hugarfar og hæfni einstaklinga og teyma.
​

Ingibjörg Einarsdóttir
Mentor
Rekstur og sala
​
Ingibjörg Einarsdóttir er eigandi Business BAZAAR á Íslandi og á Spáni. Ingibjörg er viðskiptafræðingur og hefur lagt stund á mastersnám í Alþjóðaviðskiptum og Markaðsfræði með 20 ára reynslu í sölu og 15 ára stjórnenda- og rekstrarreynslu sem framkvæmdastjóri, fjármálastjóri, rekstrarstjóri, sölustjóri og þjónustustjóri. Ingibjörg er útskrifaður Executive Coach og ACC vottaður stjórnendaþjálfi frá International Coaching Federation. Ingibjörg hefur sótt sérsniðið nám í Ábyrgð og árangri stjórnarmanna og hefur NBI réttindi til að meta hugarfar og hæfni einstaklinga og teyma. Ingibjörg situr í stjórn Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins.
​